Monday, June 28, 2021

Sólveig Björnsdóttir's letter confessing her many sins, year 1495

Source:

Diplomatarium Islandicum: Íslenzkt Fornbréfasafn, Volume 7, page 238, published by Hið Íslenska Bókmentafélag, Reykjavík, 1903, 1907


The letter:

Jhesus.
Eg syndug manneskia neitar fiandanum i heluite oc ollum hans svikum og syndum. enn eg true á einn gud. faudur og son og helgan anda. og þa heilaga kyrkiu og allt þat sem hún bydur. med þessare sömu tru og ordum gefur eg mig gude skyllduga og hans blezadre módur jungfru sancte maria. og öllum guds heilögum monnum og ydr minn kære skriftafader. fyrer allrar mínar synder. þær sem eg hefr gort. fra þeim fyrsta dege. sem eg kunne synd at göra. og til þessarar stundar. i nidurfellingu guds bodorda. og vangeymslu hans laga og Rettinda. i ástarleyse vid gud og i þeirri óhlýdne er eg hafda vid födur og modur. og vid alla þá. sem mer vildu nockut gott kenna og yfer mig vöru skipader. mer til sáluhialpar. Nu jatar eg þer minn kære fader. at eg hefi synder görvar. i öfund og ofmetnade i lyge og langrækne. i ofbelde og i ofdrambe. i metnade og mikilæte. i ofsa og i jllsku. i bölvan og i oþolinmæde. i ofmikillri margmælge og i sundurlæte. i ofuragirnd og i ojafngirnd. og i mörgum og margfölldum syndsamlegum lifnade. Nú játar eg þer minn kære skriftafader. at eg hefe synder gort allar þær er vondur madur ma misgöra i blote oc i banne. meineidum og i gudhialpareidum. þrifeidum og salareidum. og svarit á alla vegu vid minn gud ranglega. syndir hefir eg gört i tunguskæde. i ofáte og i ofdrykiu. i heipt og i hatre. i bolvan og i bræde. Margt og mikit hefer eg misgört. i auglite mins blezada skapara. andlega og likamlega. vakande og sofande. vitande og ovitande. viliande og óviliande. munande og ómunande. á nott og dege og á hverri stundu mins lifs. so at adrer hafa fallet i synder fyrer minar saker. opt hefer eg vafet mig i annara manna syndum. veit eg allan minn likam aumliga hafa vollit i synda diupe. og i ferlegu saurlife. höfudit hefer opt hallazt til sauruglegrar hvildar. og optliga til mikils efterlætis. augunum hefir eg opt lypt til ferligrar synar. Eyrun hefer eg opt hneigt til hegómlegrar Rædu. munninn og varirnar hefir eg oppt hrært til mikillrar angursemi bæde mer og ödrum. med tungunne hefer eg miklar meinsemder gört. bæde mer og ödrum. og þo sialfre mer mestan sálarhaska. Hendur minar og fætur hefer eg opt fram sett til syndsamlegra verka. og hiartat hefir optlega kveikz til hegomlegrar Rædu. og ohæfilegs haturs. og saurugrar glede. hefer eg opt naudgat natturu til misgörda. og er eg þvi verre enn adrar skepnur þvi þær lifa epter sinne nátturu. enn eg hefe gengit af minni natturu um marga hlute. eg hefe margfalldlega syndgaz. og brotit gude á móte. i siö daudlegum höfudsyndum. sem er ofát og ofdryckia. öfund og ofmetnadr. og rangr peninga dráttur. og i margre ágirne og likamligre lostasemi. bæde vakande og sofande. og á alla vegu. sem madr ma ser med spilla og ecke sidr drygt þa synd likams munadarins. þott eg hafe stödd verit i þeim veikleika kvennlegrar náttúru. sem er fluxum sangvinis. Sidan hefer eg gort i holdtekiu drottins mins ofdirfd og athugaleyse. og ei med so gódum vidrbunade. sem vera atti. og grunat guds þionustu. og leynt syndum efter mer og sagt ej til kennemönnum. idraz ei syndanna. þott eg hafe til sagt. og ei haldit þær skrifter. sem mer hafa settar verit. og pílagrímsferder og önnur gödverk. eda adra þá góda hlute. sem mer hafa settir verit i minar skrifter. haldit illa helgar tider og föstutider. gört mer föstur og helgehald efter minum hugþocka. enn fyrirlitit hitt. sem adr var sett og dæmt af heilögum fedrum. haldit illa heit min vid gud og helga menn. Syndgaz hefer eg i þvi. minn kære fader. at eg hefer eí fylgt daudum til greftrar. ei vitiat siukra manna ne sarra. ei heldur vitiat þeirra. sem i myrkvastofu edr ödrum þröngvingum hafa haldner verit. og ei gört so ölmusu. sem eg skylde og mer bære. verit obænrækin. bædi fyrir mer og ödrum. goldit seint og illa allar minar skuldir. tolla og tiunder. bæde heilögum kirkium og kennemönnum. frændum og fatækum mönnum. So og hefer eg syndgaz i allskonar avinninge og i girne peninganna. goldit seint og illa Testamentum efter födur minn og módr mína. bæde kirkium og kennemönnum. frændum minum og fatækum mönnum. halldit illa guds lög og bodord. þótt þad allt rangt. sem adrer hafa rett til min talat. og synt mig so vilia vera yfer öllum. enn under öngvum. illa hefir eg min börn sidat og tyttat. og latit þaug mörgum óvanda fram fara. og so sialfa mig illa sidat og annat fólk til. þat eg hefer átt med at göra. hvad eg læt mig nu. sem hiartanlegast idra og angra. eg hefer syndgat mig kære fader. i allskonar agirne. og sællife. enn hinn fatæke hefer þarfnaz sinnar hialpar. af minni eigu. borit a mig gull og silfr og alla vega mer volsat og minum likama og minum klædum. sem mér hefer helst i hug komit. hryllt mer og hrosat bæde fyrer konum og köllum. mer til ordlofs og eftermælis. til þess at sem best skylde lítaz á mig. og minn hinn auma likama. oc látit allt efter likamanum. þat sem hann hefer kunnat at beidaz. Eg hefer misgört. minn hiartanlegr fader. v[id] skilningarvitt mins likama. i syn augnanna. heyrn Eyrnanna. ilming nasanna. atekning handanna. og i tilgaungu fótanna. i berging munnsins og i huxan hiartans. og i undanfellingu. x. laga bodorda vors herra Jesu. Eg hefer og syndgaz i undanfellingu sex miskunarverka. hverra gud krefur af huerium kristnum manni á dóma dege. Eg hefer ei klædt nakta. eige fett hungrada. eigi gefit þyrstum at drecka. ei vitiat siukra ne visat vegfarandi mönnum veg. þat allt idkat og elskat. sem bæde gude og godum mönnum hefer mest verit skapraun at. framit þat mart. sem manna sattum eyder. og svo fyrer komit mínum náunga. med ágirni og rangindum. hefir eg verit astlaus bæde fyrer gude og mönnum. fyrer mínum frændum og fatækum mönnum. enn audgat mig med ósóma og allskonar ágirni og hvernin eg hefe fram farit. þat skal nu telia. eg hefe misgört i stygd og stridlæte. i svikum og singirni. í illsku og umleitni og undirhyggiu. i glede og galeyse. i þögu og þriotsku. i sundurgördum og sauryrdum. i beryrdum og bakmælum. og i öllu ordalage illu og ónytu. hefer eg allar þessar synder gort so opt og mörgu sinni. minn kæri fader. at eg kann þat ei ordum inna. eda huganum til at koma. þvi eg hefer bæde gört vakande og sofande  vitande og ovitande. viliande og óviliande. [á] nótt og á dege. og á hverri stundu mins lífs. vil eg nu giarna allra minna synda idraz. heita af at láta. og yfer at bæta. og hverium manni fyrergefa. er misgört hefer vid mig. Játar eg mig svo framarlega sekan og syndugan. sem allsmektugr gud vill mig vera [láta] og vill mig sekan dæma. bidr eg sialfan gud faudr og son og helgan anda nádar og miskunar. og at hann fyrergefe mer allar mínar saker og synder. so at eg mege efter þetta lif audlaz himinrikis glede utan enda. amen.

Gud gefe ydr her med allt gott og þusund marga goda nott. Forlátit mer nú hiarta mitt gott þui þetta er i öngu lage.

[Biarkan . is . ar . naud . stungiñ is. i hef : : s-hi . . . s. H. þ. z. f. er. is. logr. vellande vimr. algróin akr.)

No comments:

Post a Comment