Monday, June 28, 2021

Sólveig Björnsdóttir's will, dated January 17, 1495

Source:

Diplomatarium Islandicum: Íslenzkt Fornbréfasafn, Volume 7, page 242, published by Hið Íslenska Bókmentafélag, Reykjavík, 1903, 1907


The letter:

Skiptabreff Solwegar biornsdottur.
Jn nomine domini amen.
einn gud j heilagri þreningu hann sie vernd min og uardueizla uarygd og uiduorun allra minna uondra uerka og haskasamligra hugreninga badi firir sal og lif ei sidur hjalp min heilsa hallkuæmmi og hugar styrking til allra godra verka. endurbæting. afmaning allra mina misfella og motstadligra mina afbrota. giori ec solueig biornsdotter so fellt testamentum firir minni sal syndugri ei sidur pals jonssonar bonda míns barna ockara og fedgina allra frænda og forelldra gudi til lofs og dyrdar og hans millduztu modur og mey junfru sancti marie æuenliga til oendaligrar hugunar os greindum monnum til oslockuanligrar myskunar og gledi. og ollum kristnum salum. heil at uiti og uizmunum og skyrri skynsemi likamligra vizmuna allra.

J fystu gef ec mic allzualldanda gudi grædara minum j ualld hans haleitu og hialpsamliguztu modur sem er uernd uor og uardveizla og uardhalld vortt og uegr eilifur til lifs himisrikis dyrdar at hun uirdizt at bidia firir mier og berandi mitt bod til sinn sætazta son drottin minn Jesum christum at hann myskunni mier og firirgefi mier allar minar sekter saker og syndir sem ec hefi honum i mot brotid med ord og umlidnar synder til þess framferdis og flutnings er eg bid[i]andi upprettu og rot raduerndinar sancta anna sancte andreum sancti petri sælum þollaki biskupi beatum godemvndvm sancti olaf kong sancte micael eigi sidur minn hallkuæman uardhalldz eingil med ollum odrum himirikis herskap sie bidiandi firir mier til allzualldanda guds at ec mætti fa frid og firirgefning allra minna synda. amen.

J fystu kys ec mier og líkam mínvm legstad inni j kirkiunni a skardi þar sem sancti onnu alltari er þar firir framan en ef þat er ecki giort vm þat ec onduzt þa uil ec huila fram firir uorri fru ef þar finnzt skial til at minn herra biskupinn j skalhollti gefur þar lof til. med sama hætti og skilordi ef ec onduzt j uazfirdi edur holi j bolungarvik gef ec huerri kirkiunni af þessum iij sem ec hefi adur greint og mier under hennar myskunnar fadme kiorit at huila. xx. c. j þarfligu gozi.

Jtem gef ec sonum minum ij og ockrum pals mins er vid eigum ockar j millvm j þessa mina testamentvm giof þorleifi og joni.

Jn primis iordina skard a skardstrond med þessum jordum til greindum. níp. hualgrafir. kross. frackanes. reynekellda. langey. langeyarnes. hnukur. kuenaholl. stackaberg. ormstader. suiney. vigolfstader. uogur. kiallakstader. orrahuoll. galltardalur allar greindar jarder firir. iij. c. hundrada og þar til halft annat hundrad hundrada j kugilldum fridum peningum of friduirdum. flatey. brædratungu. mafahlid og þær fleiri jarder er under hana ligia og so heita lauik. skerdingstader. hlid. tunga. allar þessar jarder firir. iij. c. hundrada og þar med c. kugillda eda kugillda virt.

Jtem j þridiu grein gef ec solueig bionsdottir sonvm minum þolleifi og joni fyrr nefndum j þetta mitt testamentum alla jordina uazfiord er ligur j isafirdi med þeim jordum sem þar under liggia og so heita gioruidalur. eyr. biarnastader. vogur. suansuik. halshus. sueinhus. þufa skalauic. horshlid. botn eyr og hualatur oc allar þessar iarder sem ecki eru eign heilagrar kirkiu j vazfirdi. og ec a sielf hier ut af þa gef ec þeim firir. ij. c. hundrada og þar til. ij. c. hundrada j lausagozi j fridum peningum og friduirdum kugilldum og lausa aurum odrum.

J fiordu deilld gef ec opt greindum sonum minvm hol i bolungaruik med þessum jordum sem þar under ligia og so heita. ij. hlider. tunga. mẏdalur. hanholl. gil. os. tuo hraun. breidabol. kroppstadir. ij. c. hvndrada. og þar til .c. hundrada j uoruuirdu gozi fridu og ofridu med kugilldum.

J fimtu deild gef ec joní palssyni og þolleifi brodur hans iordina ogur j isafirdi med þeim jordum sem þar vnder liggia er so heita. blamyrar. efsti dalr. hrafnabiorg. strandsel. birnustadir. kleifar. borg. hiallar. kalfauik. allar þessar .ij. c. hundrada epter þui sem ec hefi eigandi at ordit pall jonsson bondi minn hefur lagit mier greindan firir iordina as i holltum med þeim iordum sem adur greinir. so se .c. hundrada sem as er dyr til. hier til gef ec ttittnefndum sonum minum stad j adaluik firir .c. hundrada og hier med ogur og adaluik og jordum. þar med attatigir hundrada j lausagozi og þessar jardir til ij nordur j bug j blondudal firir .c. hundrada. hier til ana[m]na ec þeim til eignar bolstadarhlid og eyuindarstadi firir .c. hundrada og þriatigi kugillda þar innbyrdis. þar til furufiav[r]dur og þar til sextan hundrada jord þar til xxx. c. j lausa gozi allt saman firir .c. hundrada. gef ec solueig bionsdottir þessum sonum minum þessar allar adur greindar jarder til fullrar eignar. og frials forrædis. vndan mier og under þa. med öllum þeim gögnum og gædum. hlutum og hlunnendum sem þessum öllum jördum. hefur at fornv og nyv fylgt og ec hefer fremst eigande at ordit. med greindum lausagozum med so felldum skildaga at ec uil sialf hafa bruka og bihallda allt þetta goz jarder oc lausa aura med ollu tilliggilse so leingi sem ec lifi og ec uil fiarforrædi hafa an nokkurs tiltals eda klogunar utan ec uili sialf fyrr af hondum selia eda vid skiliaz epter þui sem þa er minn uili til utan mín kunni fyrr vid at missa. þa skal þetta mitt testamentum obrigduligt þeim frialst og lidugt til nakuæmiligrar nytsemdar og frials forrædis og fullrar eignar og þeirra umbodsmanni logligum til lidugrar attektar þeirra uegna af þeir eru þa ei fulltida menn.

J so mata ef so kan til at bera eda ske firir nockurs konar hindrun omilldra mana eda rofun laganna hins aunars at omiukt myskunarleysi þeirra kann so upp a þa ad falla at þeir megi eigi med nadum niotandi uerda mins biuskaparbandz epter mins herra pauans brefi og hans nad og riettugheit hafur vtgefit upp aa mitt hionaband med fleirvm nytsemdar nada brefum þar vm gior finnazt kunna at þeir megi eigi miner arfar vera þa skulu þessar minar gre[i]ndar giafer snuazt med þeim fleirum giofum og giorningum sem hier epter standa snuazt upp j mina testamentum giof salugiof og tiundargiof og allar þær loggiafir sem kristin retter akuedur at framazt megi giora og gefa epter logum j so mata at ec lysi tiundargiord mína fioritiger. c. hundrada. nema meire finnizt med þui fegialldi sem ec a j austfiordum under audrum monnum og ur þessu gef ec þessum sonum mínum. xx. hundrud hundrada ef þeir uerda ei miner arfar. her til gef ec kirkium. prestum. fatækum felausum bufostum monnum og þeim sem born sin bera a uonaruol attatigir hundrada med þeim. xx. c. sem greiner um kirkiu þa sem ec huili at. hier med gef ec vj. hundrud hundrada laungetnum sonum minum og dætrum vinum og uenzlamonnum med slikri midlan og sundurskipti sem þa skytur gud mier j hug og ec uil giort hafa. hier med gef ek upp allar oreiga skullder. hier med gef ec æuenligt bord herdisi logadottur og gudlaugu sæmundardottur med so felldvm skildaga þott þær deyi gef ec odrum. ij. omogum mat med somu forordi medan þeir lifa at annar sie j uazfirdi og syngi dagliga firir minni sal og pals míns barna ockara fedgina ockara og frænda og forelldra af tolum hueru dag pater noster enn laugar kuelld og firir mariumessu allar mariu salltara so og ei sidur skipa eg at gefizt æuenliga .v. aurar j kosti artidardag minn fatækum monnum þeim sem mest þurfa so leingi sem ockrer frændur hallda þetta goz. hier [med] skipa ec gudnyu bardardottur mat medan hun lifir. bid ec mina epterkomendur erfingia eda umbodsmenn og sierliga pal minn hann samþycki og utgiallde þetta mitt testamentum ef gud gefur ydur at lifa mic badum ockr til fridar og epter komandi til odaudligrar og endalau[s]rar sambudar j hird himerikis uistar. hier med er ec vm bidiandi alla menn at þeir firigefi mier allar minar uondar tilgiorder og serliga mina undirmenn so og er ec umbidiandi alla þa menn sem standa yfer vm minvm grepti at þeir seie mier nockrar godar bænar og so allir þeir sem andlat mitt fretta og nockurn auoxt hafa þegit minna peninga so og skulu þeir allir kuitter sem mitt hafa þegit an heimillda og so þeir sem uid hafa tecit af þeim sem med mitt goz hafa farit. byd ec at þessi min skipun halldizt epter þui sem kristinn rettur og logbokinn juni helldur um allar þær giafir sem j þeim finazt at gefazt megi so framt sem þeir uilia fordazt andliga pinu anars heims og auitan þeirra manna sem þessi litla olmosa er firir gefin. gefst meira en log standa til þa gangi aptur sem tala rennur til. sa þarnizt meir sem meir hefur þegit en onguar onytizt.

Og til sannenda hier vm set ec mitt jncigli firir þetta mitt testamentum bref huert ed skrifat uar a skardi a skardstrond a antoniusmessu um ueturinn arum epter guds burd þusund .iiij. c. ix tigir og .v. ar.

No comments:

Post a Comment